Hvernig gengur þetta fyrir sig?

Við gerum þér auðvelt að finna draumabílinn. Þetta er þriggja skrefa ferli og við erum með þér alla leið.

Fyrsta skref
Finndu bílinn þinn

Notaðu síðuna okkar til að leita hjá birgjum í Evrópu og Norður-Ameríku. Við gefum þér meira að segja aðgang að bílum á uppboðssíðum. Öll verð eru áætluð heildarverð með öllu sem til þarf, til að koma bílnum til Íslands.

Þegar þú hefur fundið draumabílinn sjáum við um restina.

Annað skref
Láttu okkur sjá um vinnuna

Við byrjum á því að tryggja allar upplýsingar um bílinn, verð og afhendingartíma og reiknum síðan út endanlegt heildarverð. Innifalið í verðinu eru öll umboðsgjöld, tollar, skattar, flutningskostnaður til hafnar og flutningskostnaður með skipi. Ökutækið er tryggt fyrir tjóni meðan á flutningi stendur.

Ef þú ert ánægð/ur með verðið undirritum við samning og og hefjum innflutningsferlið. Í greiðsluferlinu getur þú valið um að leggja beint inn á reikning Smartbila eða gegn vægu gjaldi geturðu lagt greiðsluna inn á vörslureikning.

Þegar bíllinn kemur til landsins sjáum við um alla pappírsvinnu fyrir tollun og forskráningu. Þegar bíllinn hefur verið tollafgreiddur látum við skoða hann og skrá á þitt nafn. Afgreiðslutími tekur að jafnaði 6-8 vikur fyrir bíla frá Evrópu og 7-9 vikur fyrir bíla frá Norður-Ameríku.

Bílar frá Evrópu eru í Evrópuábyrgð og annast íslensk verkstæði fyrir viðkomandi bíl þjónustuskoðanir og bilanir á meðan bíllinn er í ábyrgð. Bílar frá Bandaríkjunum og Kanada eru margir hverjir með heimsábyrgð og annast íslensk verkstæði fyrir viðkomandi bíl þjónustuskoðanir og bilanir á meðan bíllinn er í ábyrgð. Ef bíll er ekki í ábyrgð má oft kaupa hana sér.

Þriðja skref
Sæktu bílinn

Nú hefur bíllinn verið skráður á þitt nafn og er tilbúinn til afhendingar. Við bjóðum þér að koma á skrifstofu Smartbíla þar sem við afhendum þér bílinn. Þú keyrir svo í burtu á nýja bílnum þínum.

Finnum nýjan bíl fyrir þig!

Contact us