fbpx

Kaupferli

Við flytjum inn draumabílinn þinn á betra verði

Bílar til sölu, hvernig gengur þetta fyrir sig?

Bílainnflutningur með Smartbílum er einföld og þægileg leið til að gera frábær kaup þegar bílar eru annarsvegar. Við munum útskýra það vel fyrir ykkur hvernig ferlið okkar er jafnóðum en það er nokkurn vegin svona :

Þú kemur til okkar, hringir , notar leitarvélina okkar, sendir tölvupóst eða gegnum facebook chatið og óskar eftir  aðstoð við að finna fyrir þig bíl sem er til sölu erlendis.

Við finnum bíla og semjum fyrir þig

Við leitum fyrir þig og finnum bíl fyrir þig á verði sem er talsvert undir verði á sambærilegum bílum hér heima.

Við semjum um verðið við erlendu bílasöluna. Við höfum á okkar snærum fólk sem hafa mjög mikla og langa reynslu sem sölumenn bifreiða erlendis frá og ná örugglega besta mögulega verðinu fyrir þig.

Verðin koma skemmtilega á óvart

Við gefum þér upp heildarverð á bílnum með ÖLLUM kostnaði við að koma honum til landsins og skrá hann á götuna hér. Ef þú ert sátt/sáttur þá hefjum við kaupsamningagerð.

Við sjáum um allt ferlið fyrir þig

Við sækjum bílinn, látum skoða hann og skrá og afhendum þér hann eftir samkomulagi þegar þú hefur greitt eftirstöðvar heildarverðsins sem inniheldur flutningsgjöld Eimskips, tollagjöld, skráningu, skoðun, númeraplötur og allt sem þarf til að keyra sem ánægður viðskiptavinur burt á nýjum bíl.

Allur farmur er tryggður í flutningi hjá Eimskip með tryggingu. Skv. íslenskum lögum þá þarf kaupandi bíls að ábyrgðartryggja bíl sinn hjá íslensku
tryggingafélagi og það þarf það að gerast áður en farið er með bílinn í
nýskráningu og skoðun. Við sjáum um fyrir þig þegar þú hefur valið þitt
tryggingarfélag.

Afgreiðslutími bíla frá Bandaríkjunum er
um 6-10 vikur

Afgreiðslutími bíla frá Evrópu er
um 4-8 vikur.

Back to top